Kósí íbúð til leigu í ágúst nærri París
Halló Íslendingar! Mig langar að leigja yndislegu 40 fm íbúðina mína út þrjár fyrstu vikurnar í ágúst. Eitt svefnherbergi og svalir.
Íbúðin er í Saint-Ouen sem er bær við borgarmörk Parísar, nærri Montmartre og stutt að fara niður í miðborgina. Hafið samband til að fá myndir og nánari upplýsingar: anne.bayleiniguez@gmail.com. Takk!
____
PARÍS – Nation – skammtímaleiga allan ársins hring
80 fm íbúð, þægileg, tvöföld stofa (35 fm), björt, 19. aldar bygging, parket, skrautlistar og gamlir arnar. Lofthæð 3m, fallega útbúin, blanda af nýjum húsgögnum og antík. Öll þægindi, á annarri hæð, lyfta, uppþvottavél, þvottavél, örbylgjuofn, ofn, brauðrist, ítölsk espressókanna osfrv. Baðherbergi með baðkari og sturtu. Klósettið sér.
Hjónaherbergi með tvíbreiðu rúmi og tvíbreiður futon-sófi í stofunni. Hægt að bæta við barnarúmi. Ef leigt er í viku eða lengur, eru þrif innifalin.
Fallegt og gott hverfi, 2 mínútur frá metróstöðinni Nation (línur 1, 2, 6, 9 og RER A). Borgarhjólastöð, strætisvagnar og sporvagn nærri. Korter niður á Ráðhústorg (Hôtel de Ville/miðjan). Í hverfinu eru veitingahús, matvörubúðir, bakarí, vínbúðir, almenningsgarðar og Vincennes-skógurinn er rétt hjá.
Íbúðin er laus þegar við erum erlendis vegna vinnu okkar.
Verð:
1-6 dagar: 160 evrur/nóttin + 40 evrur í kostnað.
Vika: 950 evrur (með þrifum og skipt á rúmum einu sinni).
Mánuður: 3000 evrur (með þrifum og skipt á rúmum einu sinni í viku).
Trygging er 400 evrur, annað hvort ávísun eða reiðufé, sem skilað er við leigulok.
Fyrir myndir og nánari upplýsingar, hafið samband við: jaucourt12@gmail.com / sími: (33) 7 81 50 50 91 (Whats App) – tölum frönsku, þýsku, portúgölsku, ensku og smá spænsku.
————
PARÍS 17. hverfi – skammtímaleiga allan ársins hring
30 m2 íbúð til leigu í 17. hverfi/Épinettes, norðvesturhluti Parísar. Stutt upp á Montmartre og góðar metró- og strætósamgöngur niður í miðbæ. Fullt af alls konar búðum, kaffihúsum og veitingahúsum, lifandi íbúðahverfi.
Metro Brochant/Porte de Clichy
1-7 daga leiga. Verð 45 €/nóttin.
Hafið samband við: verapalsdottir@gmail.com
PARÍS 10. HVERFI – rue Bouchardon – skammtímaleiga allan ársins hring
Íbúð með svefnpláss fyrir fjóra, í lifandi og skemmtilegu hverfi nærri Républiquetorgi og skipaskurðinum, Canal Saint Martin. Fullkomin staðsetning til að túristast á daginn og upplifa svo hressandi Parísarnæturlíf að kvöldi. Íbúðin er á 5. hæð án lyftu, í götunni er góð matvörubúð og markaður og nokkrar metróstöðvar í göngufæri. Svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi og tvíbreiður svefnsófi í stofu. Eigendur eru Íslandsvinir til margra ára, pottþétt fólk. Mjög fín íbúð.
Verð 150€/nóttin fyrir fjóra.
Hafið samband við Lucile: +0033 (0)6 77 23 65 47 eða ruebouchardon@gmail.com
Sjá staðsetningu á korti
HERBERGI Í HÚSI LILIANE sem býr Í LES LILAS
Les Lilas er bær sem stendur við borgarmörk Parísar. Þangað gengur metrólína númer 11, sem fer beint niður í miðja París. Liliane á þar lítið hús og getur leigt einstaklingum eða pari herbergi með aðgangi að sameiginlegu eldhúsi og stofu, ásamt litlum kósí garði. Hentar vel fyrir fólk sem kemur til dæmis til að vinna í París í smá tíma og þarf ekki að vera í miðri hringiðu borgarinnar.
Hafið samband í tölvupósti: liliane.meynard@free.fr
____
ÍBÚÐIR SEM MÆLT HEFUR VERIÐ MEÐ AF LEIGUSÍÐUM:
Rue des Archives í Mýrinni:
Þetta er frábær gisting fyrir 4 og og gengur líka fyrir sex, en íbúðin er með tveimur svefnherbergjum.
https://www.airbnb.com/rooms/9946352?eluid=1&euid=9944031f-5f93-362e-c514-01770a8feb88
Þessi íbúð fékk meðmæli frá fólki sem hefur ákveðnar kröfur, þau voru mjög ánægð:
https://www.airbnb.is/rooms/1288171
Lokað er á athugasemdir.