//
Íbúðir í Frakklandi

MÖGGUHÚS TIL LEIGU Í FRANSKRI SVEIT

Kastalar, ótal eldgamlar gönguleiðir, hundgömul þorp, strönd, skógur, veiðar og síðan er hægt að leigja hesta með fylgdarmanni! Tilvalið fyrir fólk sem sinnir sköpunar- eða fræðistörfum eða þeim sem þurfa góða hvíld. Einnig kjörið fyrir þá sem vilja bara njóta og kynnast Frakklandi eins og það er, blíða Frakklandi eins og Frakkar segja sjálfir: „Douce France“.
Vefsíða hússinsFacebooksíða hússins

———

STÚDÍÓ Í ALPAFJÖLLUM – Skammtímaleiga

Stúdíóíbúð til leigu í litlu þorpi í hinum fögru Verdon-gljúfrum í Alpafjöllum. Terrassa, hægt að borða utandyra, herbergi, eldhús og baðherbergi með klósetti. Verslanir og tilheyrandi í göngufæri sem og stöðuvatn þar sem hægt er að baða sig. Fullkomið fyrir par sem vill heimsækja héraðið. Verð: 500 evrur/vikan.
Fyrir nánari upplýsingar, hafið samband við Jean-Claude Lescaut, sími 0033-688 24 20 53.

———-

ÍBÚÐ Í SUÐUR-FRAKKLANDI – skammtímaleiga – sjór og sundlaug

Í bænum Saint-Laurent-du-Var við Miðjarðarhafið. Hugguleg fullbúin 2ja herbergja íbúð, 60m2 með 14m2 suðursvölum til leigu í nýlegu fjölbýlishúsi. Lyfta, lokaður garður með sundlaugum, ein djúp og ein sullu-laug fyrir börn. Tennis- og kúluspilavellir. Eldhús með ísskáp og frysti, þvottavél, uppþvottavél, baðkar og sturta, sjónvarp og DVD. 500 m frá strönd í fallegu þorpi með ýmsum gömlum minjum, sjá http://www.ville-saintlaurentduvar.fr/
Pantanir: Valborg EBY: +33 (0)3 88 22 34 94 eða +33 (0)6 61 73 61 44

———-

NORMANDIE

Ef þið eruð að leita að skemmtilegri gistingu á mörkum Normandie/Bretagne mælti Íslendingur heilshugar mælt með þessari gistingu, sem var svo lýst: „Gamalli hlöðu var breytt í raðhús, 6 geta gist í öðru húsinu og 4 í hinu. Mjög hreint, allt til alls, yndislegir húsráðendur, geitur að bíta gras fyrir utan og selurinn Josephine fastagestur við árbakka Rance árinnar í nokkurra mínútna göngufjarlægð. Gerist ekki betra.“
http://www.gitesdelatouche.com/

———–

Í NÁGRENNI CARCASSONNE – virkisins

Þetta er hús sem íslenskur kunningi mælir eindregið með, vinir hans leigja þetta út. Sjá tengil á Airbnb. Þetta svæði í Suður-Frakklandi er fádæma skemmtilegt. Bændur þarna hafa varist alþjóðavæðingu betur en önnur héruð, vínræktin sem og ávaxtaræktun er iðulega fjölskyldurekin og smá í sniðum. Undurfallegt og skemmtilegt svæði. Carcassonne miðaldavirkið er einstakt í heiminum og stutt er að aka niður að sjó eða um fjalllendið, gegnum gljúfur og hálsa í aldagömul þorp í líkingu við það sem þetta hús tilheyrir.

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: