Þjórfé
ATH: Þjórfé er ekki skylda, en viðgengst þó töluvert enn. Ekki þarf að gefa ákveðna prósentu, heldur er yfirleitt gefið eitthvað smotterí þegar maður fær sér bara drykki, 20-50 centímur og svo aðeins meira þegar borðað er, kannski eina evru á mann, 4-8€ er t.d. fínt fyrir 4 manna borð á venjulegu veitingahúsi. Ef staðurinn er í fínni kantinum og þjónustan til fyrirmyndar tíðkast líklega að gefa meira, en það verður hver að eiga það við sig hversu mikið það yrði.
Einnig er ágætt að gefa eitthvað smá í leigubílum, ef bílstjórinn var almennilegur. Ekki þarf að gefa þjórfé í sjálfsafgreiðslu, og alls ekki ef þjónninn var dónalegur.
Lokað er á athugasemdir.