//
Sími og internet

Internet: Ef ekki er hægt að fá internet á hótelinu, eða ef það kostar of mikið, er hægt að tengjast netinu mjög víða í París ókeypis. Langflestir almenningsgarðar eru með þessa þráðlausu tengingu og ýmis torg líka. Þannig má t.d. setjast á kaffihús á République-torgi með tölvu eða síma og skrá sig inn á þetta net Parísarborgar: Paris WiFi. Hér eru upplýsingar um ferlið á ensku. Fyrir þá sem finnst óþægileg tilhugsun að gefa upp eigið nafn og netfang, er alveg hægt að gefa upp hvað sem fólki dettur í hug.
Athugið að nú má nota 3/4G netið í símanum á sömu kjörum og í upprunalandi.

Síminn: Til að hringja úr farsímanum og heim, þarf að velja +354 og svo númerið heima. (Á örfáum símum velur maður 00354 og svo númerið.) Til að hringja innanlands í Frakklandi, er númerið gert beint. Öll frönsk númer byrja á 0 sem er oft sett í sviga þegar númer eru gefin upp því núllið er ekki valið með ef hringt er frá útlöndum. Öll númer á þessari vefsíðu eru gefin upp miðað við að hringt sé innanlands.

 

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: