//
Matvörubúðir – vatn ofl.

Supermarché t.d. Carrefour Market, Monoprix, Franprix og Inno eru stærri matvörubúðir og mun ódýrari en litlu búðirnar sem hafa grænmetið fyrir utan, en þessar litlu hafa þó þann kost að vera opnar frameftir á kvöldin. Stóru búðirnar geta virst litlar utanfrá en eiga það til að vera ranghalar inn eftir byggingunni sem þær hýsa og oft er deild í kjallaranum líka. Þetta gildir um fleiri verslanir og er vegna þess að framhliðin er dýr í París.

Mun ódýrara er að kaupa sér drykki úti í búð en á minibar hótelanna eða á kaffihúsunum. Mín uppáhaldsvatnstegund er VOLVIC, en þetta er vitanlega smekksatriði. Ég vara þó sérstaklega við Contrex-vatninu sem er laxerandi megrunarvatn með mjög sterku magnesíumbragði. Ég minni þó á að kranavatnið er langbesti kosturinn fyrir þau sem vilja spara pening og vernda umhverfið. Gott ráð er að láta vatnsglas standa í um eina mínútu áður en það er drukkið, það minnkar klórbragðið. Ekki er verra að geta geymt kranavatnið í glerflösku inni í ísskáp.

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: