//
Gisting

ÍBÚÐIR Í SKAMMTÍMALEIGU

Fullt af Íslendingum og Íslandsvinum leigja út íbúðir sínar í fríum, einnig eru oft óskir um íbúðaskipti. Sjá smáauglýsingar.

Nokkrir skammtímaleiguvefir sem mælt hefur verið með:

Beint við eigendur:
pap.fr/
abritel.fr/
homelidays.com/

Miðlanir:
airbnb.com
paristay.com
flexilocation.com
parisattitude.com
ahparis.com
appartager.com
superiorworldvacations.com
lodgis.com
flats.fr

FARFUGLAHEIMILI Í PARÍS

Farfuglaheimili eru ágætur kostur í París. Sérstaklega þetta, sem er á besta stað í Mýrinni, mjög miðsvæðis og eru herbergin nýlega uppgerð í 17. aldar smáhöll. Þarna er eitthvað af 2ja manna herbergjum og þeir taka við einstaklingum. Það þarf yfirleitt að panta með góðum fyrirvara, en sakar aldrei að senda fyrirspurn þó stutt sé í ferðina:
mije.com

The People Hostel er með nýtt hús í Mýrinni og er á fleiri stöðum í borginni. Sjá thepeoplehhostel.com/en.

Þetta er aðeins „poppaðara“. Þetta er alls ekki miðsvæðis og aðgangur og innréttingar niðri eru mjög litríkar. Mæli heldur með fyrir ungt fólk:
cisp.fr

Þessi þekki ég ekki persónulega, en gef þó upp síðurnar: www.auberges-de-jeunesse.com

Þessi gefur ekki upp vefsíðu, en síðan sem sést á netfanginu er: http://www.fiap.asso.fr/uk/index.html
F.I.A.P Jean Monnet
30 r Cabanis
75014 PARIS
s .01 43 13 17 17
Netfang: fiap@fiap-paris.org

HÓTEL Í PARÍS

Að bóka hótel í París getur verið ansi snúið, því þau eru svo mörg og misjöfn. Stjörnugjöfin er þó opinber staðall og getur hjálpað mikið. Persónulega dettur mér t.d. ekki í hug að panta einnar stjörnu hótel í París. Tveggja stjörnu hótelin geta verið bæði hrein og hugguleg og vel ásættanleg fyrir þá sem vilja spara gistingu og nota peningana í annað, þau geta samt stundum verið dálítið mikið í niðurníðslu og því ekki alltaf ákjósanlegur kostur. Þriggja og fjögurra stjörnu eiga að vera góð, en auðvitað leynast lélegri stofnanir inn á milli í öllum flokkum. Þau hótel sem eru nefnd hér, koma öll með meðmælum og eiga að vera í lagi. Vinsamlegast látið mig vita ef þið upplifið annað en það sem ég lýsi hér.
Hér má lesa hugleiðingu um staðarval við hótelleit í París.

Fyrst nefni ég nokkur hótel sem ég hef kynnst í gegnum árin:

Grand Hôtel des Gobelins
57 bd St Marcel
75013 PARIS
s. 01 43 31 79 89
http://www.hotel-des-gobelins.com
Er í útjaðri Latínuhverfisins, stutt að ganga niður á rue Mouffetard sem er skemmtileg gata með veitingahúsum og markaði á morgnana og um eftirmiðdaginn. Mjög góð metrólína niður í miðju Parísar og þjónustan á þessu hóteli hefur verið fullkomin.
Athugið að gegn örlítilli þóknun, getur Parísardaman stundum fengið afslátt af herbergjum á þessu hóteli.

Hotel de Nevers
53, rue Malte 75011 PARIS
s. 01 47 00 56 18
www.hoteldenevers.com
Ágætis hótel fyrir þá sem vilja ódýra gistingu á góðum stað. Dálítið slitið veggfóður á sumum stöðum og teppið upplitað en hreint á rúmum og öll þjónusta er til fyrirmyndar. Er þó heldur fyrir ungt fólk og námsmenn.
Þetta er rétt við République-torgið inni í rólegri götu. Mjög góðar samgöngur og stutt í Oberkampf-götuna sem er mikil veitingahúsa- og bargata (sjá undir Veitingahús).

Keðjur eins og Ibis hotels eru mjög góð lausn fyrir hópa og fyrir fólk sem vill bara einfaldan og látlausan stað til að sofa á. Ibis býður iðulega upp á mjög góð verð. Herbergin eru agnarsmá og allar innréttingar úr plasti. En þjónustan er oftast vinaleg og þægileg og hjá þeim er hægt að fá mjög góð verð á stórum hótelum mjög miðsvæðis. Þannig er Ibis Paris Bastille Opéra bæði vel staðsett, með stóra og rúmgóða móttöku og er alltaf hreint og fínt.
Einnig er vel þess virði að skoða NovotelHoliday Inn, Mercure og Best Western keðjurnar.
Nýlega sá ég t.d. sterklega mælt með Novotel Montparnasse, ku vera stórt og gott með góð fjölskylduherbergi og frábært morgunverðarhlaðborð.

Hér koma svo hótel sem ferðalangar hafa fundið sjálfir og látið mig vita:

Hotel Jeanne d’Arc
3, rue de Jarente
75004 Paris
http://hoteljeannedarc.com/
Í hjarta Mýrarinnar er þetta 2ja stjörnu hótel. Frekar lúið, en samt kósí og alltaf hreint á rúmunum. Þetta er frábær staðsetning á afskaplega viðráðanlegu verði, en nauðsynlegt er að panta með dágóðum fyrirvara.

Hotel Residence Henri IV
50, rue des Bernardins
75005 Paris
www.residencehenri4.com
Mjög huggulegt og flott hótel, inni í litlu sundi, en samt í hjarta Latínuhverfisins. Frekar dýrt.

Hotel de Nice
42bis, rue de Rivoli
75004 Paris
s.  01 42 78 55 29
Métro : Hôtel De Ville
www.hoteldenice.com
Lítið og næstum skuggalegt, en samt alveg ekta Parísarhótel á frábærum stað, svo til í Mýrinni en samt stutt yfir í Latínuhverfið.

Hotel Paris France
72, rue de Turbigo
75001 París
http://www.paris-france-hotel.com/
Ku vera góð rúm og hlýleg þjónusta. Grænt hótel: ekkert sett í sjampó, krem og slíkan óþarfa. Metró sitthvoru megin við hótelið, örstutt í rue de Bretagne með allar sínar gómsætu búðir.

Hôtel Pulitzer Opera
23, rue de Faubourg de Montmartre
75009 Paris
s. 01 53 34 98 10
http://www.hotelpulitzer.com
Skammt frá gömlu óperunni, lifandi hverfi, matsölustaðir og fjör á kvöldin. Góðar samgöngur. Hreint, uppgert 2008.

Hotel Arcadie
71, avenue du Maine
75014 París
www.hotel-paris-arcadie.com
Huggulegt þriggja stjörnu hótel við Montparnasse, lifandi hverfi- og stutt niður í Latínuhverfi. Góð pöntunarsíða sem gefur netverjum afslátt.
Upplýsingamiðstöð ferðamála Parísarborgar er með góða síðu sem býður upp á hótelpantanir og margt fleira á ensku: www.paris-info.com

Hótelbókanir í gegnum stóru vefina geta stundum borgað sig. Oft er hægt að fá góð tilboð í gegnum þá vefi en um að gera að skoða athugasemdir fyrri notenda áður en pöntun er endanlega staðfest. Hverfin sem eru mest miðsvæðis og vinsælust eru: Latínuhverfið (75005), Mýrin (75004) og Louvre (75001). Munið þó að almenningssamgöngur eru svo góðar í París að fyrir þá sem eru léttir á fæti og tilbúnir til að nota metró, eru hótelin ódýrari ef þau fara aðeins frá miðju borgarinnar.

www.lastminute.com

www.tripadvisor.com

www.hotels.com

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: