//
Sérvöruverslanir í París
Parísardaman hefur mjög gaman að nörðum, sérviskupúkum og fólki með áhugamál sem eiga hug þeirra allan.
Í gegnum tíðina hafa nokkrir slíkir haft samband við hana fyrir komu til Parísar, en þessi borg er í raun Paradís á jörðu fyrir safnara og nerði, svo full er hún (ennþá) af litlum, misskrýtnum en alltaf mjög sérhæfðum búðum.
Hér hef ég tínt til ýmsa flokka sem mér duttu í hug.
Ef þú ert nörður og þinn flokk vantar í upptalninguna er um að gera að hafa samband og úr því verður bætt við fyrsta tækifæri.

ÁLFAR (elfes) og fleira furðulegt
Örvitinn (www.orvitinn.com) benti mér á þessa búð sem heillaði dætur hans á ferð um París. Alls konar álfar og tröll. Jólaskraut líka.

Il était une fois

6, rue Ferdinand Duval75004 Paris
s. 01 40 27 00 99
metró: Saint Paul (1)

www.iletaitunefois-paris.com/

Du bouche à oreille
26, rue du Roi de Sicile
75004 Paris
metro: Saint Paul
Skemmtileg búð með alls konar furðulegum og smart kúptum hringspeglum, krúsum og öðru fyrir fólk sem hefur dálítið „svartan“ húmanistasmekk. Hauskúpur, skordýr, bein og níðþungir smíðajárnskertastjakar.


DÚKKUHÚSAGERÐ (maison de poupées)

sjá FÖNDUR

ELDHÚSÁHÖLD (ustensiles de cuisine)
Draumahverfi eldhúsáhugafólksins er rétt við Les Halles, í norður. Les Halles var matarmarkaður Parísar og því rökrétt að þessar búðir hafi opnað þarna, fyrir tæpum tvö hundruð árum síðan.

MORA
13, rue Montmartre
75001 Paris
s. 01 45 08 19 24
www.mora.fr

E. DEHILLERIN
18, rue Coquillère
75001 Paris
s. 01 42 36 53 13
www.e-dehillerin.fr

A. SIMON
48 og 52, rue Montmartre
75002 Paris
s. 01 42 33 71 65
Engin vefsíða, en samt meiriháttar búð.

FLUGDREKAR (cerfs volants)

Petit Pan
7, rue Prague
75012 Paris
s. 01 43 41 88 88
http://www.petitpan.com
Opið þri-lau kl. 10-14 og 15-19
Á netsíðunni sem er sérlega falleg en eingöngu á frönsku er skýrt frá því að þau leituðu eftir framleiðendum í Kína sem voru til í að prenta munstur sem hætt var að framleiða, sem voru komin úr tísku og handverksfólkið vinnur einnig á gamla mátann, vefur og saumar samkvæmt gamalli hefð. Verkstæðið í Shandong í Kína uppfylllir einnig siðferðilegar kröfur.
Ekki eingöngu flugdrekar, einnig barnaföt, teppi og ýmislegt smálegt.

Aðrir sölustaðir:
39, rue François Miron
75004 Paris
Opið má-lau kl. 10:30-14 og 15-19:30
s. 01 42 75 57 16

55bis, rue des Saints-Pères
75006 Paris
s. 01 45 44 13 40
Opið má-lau kl. 11-19

FÖNDUR/SMÍÐAR – SAUMAR – GARN – PRJÓNAR (art/bricolage, couture/mercerie, fil à tricoter – tricot)
Föndur, saumar og smíðar ýmis konar eru í mikilli uppsveiflu í París.
Stóra vöruhúsið BHV- Bazar de l’Hotel de Ville hefur alveg náð að skilja það og fer föndurdeildin á fyrstu hæð (2. hæð á íslensku) hjá þeim sístækkandi. Einnig blómstra smærri búðir út um alla borg.

BHV
52, rue de Rivoli
75004 Paris
metró: Hotel de Ville (1, 11)
Risaverslun þar sem allt milli himins og jarðar fæst. Byggingavörur í kjallaranum og á jarðhæð og svo þarf bara að flakka um hæðirnar til að finna garn, baðvörur, hurða- og skápahúna, gardínuefni, málningarvörur, hillueiningar o.s.frv. Draumastaður fyrir áhugasama um fegrun heimilisins, martröð fyrir fólk með valkvíða og hópfælni.

LEROY MERLIN
52, rue Rambuteau
75003 Paris
s. 01 44 54 66 66
metró: Rambuteau (11) eða Hotel de Ville (1, 11)
Þetta er annað dæmi um uppsveifluna, ekta Byko/Húsasmiðja komin inn í miðja París! Þetta er sem sagt meira til að fegra heimilið en fyrir föndurfólkið, en þarna fást samt penslar, límbyssur ofl í þeim dúr.

ROUGIER ET PLÉ
13-15, boulevard des Filles de Calvaire
75003 Paris
metró: Filles de Calvaire (8), Oberkampf (5, 9), République (3, 5, 8, 9, 11)
Allt fyrir listsköpun og föndur. Mósaík, litir, pappír, leir, smáhlutir… Margar hæðir, réttlátt verð.

ENTRÉE DES FOURNISSEURS
8, rue des Francs Bourgeois
75004 Paris
metró: Bastille (1, 5, 8)
Mikið af borðum og tölum, krosssaumasett o.m.fl.

LA DROGUERIE
9, rue du Jour
75001 Paris
metró: Les Halles (1, 4)
Fullt af smádóti fyrir föndur og saumaskap. Falleg og skemmtileg búð.
Þau eru einnig með deild í BON MARCHÉ (fína lúxusvöruhúsið á vinstri bakkanum í 7. hverfi, eru þar á 2. hæð)

MOKUBA
Borðar í öllum stærðum gerðum og litum
18 rue Montmartre
75001 Paris.
Tél. : 01 40 13 81 41
metró: Les Halles (1, 4)

PAPPO PAULIN
Föndurvörur, saumavörur
47 rue du Caire
75002 Paris
Tél: 01 40 26 80 20
metró: Réaumur Sébastopol (3,4)

PAIN D’ÉPICES
Allt til dúkkuhúsagerðar (ekki fyrir börn, þó búðin sé reyndar líka full af skemmtilegum leikföngum). Þessi búð er troðfull af alls konar töfrandi smáhlutum í dúkkuhús, en einnig til klippimyndagerðar (scrap) og ýmsu fleiru. Það er þess virði að kíkja inn í þessa litlu yfirbyggðu götu, sem er nokkurs konar undanfari verslunarmiðstöðva, hugsuð til að hægt væri að fara í verslunarleiðangur án þess að blotna í rigningunni.http://www.paindepices.fr/
29, passage Jouffroy – gengið inn við nr. 10, bd Montmartre (við vaxmyndasafnið Musée Grévin)
75009 Paris
metró: Grand Boulevards (8, 9)

Önnur búð í þessari sömu örsmáu yfirbyggðu götu: La boîte à joujou.

VIð rætur Montmartre-hverfisins (metró Anvers eða Barbès Rochechouart) eru allar efnabúðirnar í röðum. Þar er ógrynni af tölum og hnöppum, borðum og slaufum, teygjum, blúndum, pallíettum, perlum og fleiru sem getur freistað skapandi fólks. Nóg er að fara út á metró Anvers og halda upp litlu götuna sem liggur út frá breiðgötunni í brekku upp. Þar byrjar fjörið strax þó minjagripaverslanirnar taki meira pláss en efnabúðirnar. Svo þarf að fara inn litlu göturnar til hægri, brátt komið þið að stærstu búðinni sem er:

MARCHÉ SAINT PIERRE
http://www.marche-saint-pierre.fr/
2, rue Charles Nodier
75018 Paris
metró: Anvers (2)

Fyrir quilt-konur og menn:
http://www.lerouvray.com/
http://www.bucherie.com/

Þessi tengill sýnir fjórar aðrar búðir með sauma- og prjónavörur:

http://www.coudre-broder-tricoter.com/lesmagasins/magasin75.htm

GARN sjá föndur

GOTH – MIÐALDIR (goth – Moyen Age):

Replica
14, rue des Ecoles
75005 Paris
metró: Maubert Mutualité (10)
Þessi búð er full af dísum og skrímslum, kaleikum, hornum og öðru miðaldadóti, allt í plati og því eru verðin ásættanleg. Ef leitað er að alvöru miðaldadóti þarf að þræða flóamarkaði og antíkbúðir og verðin hækka hratt og örugglega.

HJÓL (vélo):

Það eru hjóladeildir í stóru íþróttabúðunum sem ég nefni undir Íþróttavörur. Hér eru smærri en oft sérhæfðari búðir:

Velovia – borgarhjól – merkjavara
50, quai de Jemmapes
75010 París
Opið þri – lau, kl. 10 – 13 og 14 – 19.
www.velovia.fr

Les vélos parisiens
3, rue de l’Abbé Gregoire
75006 Paris
http://www.lesvelosparisiens.com/
Opið þri – lau kl. 10 – 13 og 14:30 – 19
Eru með borgarhjól og fjallahjól, sem og samanbrjótanleg hjól

ÍÞRÓTTAVÖRUR – ÚTILÍF (sport – loisirs)

Au Vieux Campeur
Mjög góð útivistabúð í hjarta Latínuhverfisins. Öll bestu merkin, og starfsfólk sem hefur áhuga á vinnunni (oftast). Hún skiptist í margar sérverslanir sem eru dreifðar um 5. hverfi, t.d. á nr. 42 og 48, rue des Écoles. Þar er hægt að fá lista yfir allar búðirnar og hvert sérsviðið er.
metró: Maubert Mutualité eða Cluny.
http://www.auvieuxcampeur.fr/

Décathlon
Ágæt íþróttavörukeðja með frekar ódýrar vörur fyrir flestar íþróttir bæði sem þeir framleiða sjálfir, og svo stærstu merkin.
Það eru fjórar búðir inni í París, tvær ágætlega miðsvæðis:
Við Madeleine torgið (metró Madeleine): Centre commercial Les trois quartiers, beinn aðgangur úr metró ef valinn er útgangurinn rue Duphot.
Við Ternes-metróstöðina: 26, avenue du Wagram 75008 Paris.
http://www.decathlon.fr/

Go Sport
Hin stóra keðjan í París. Flestar íþróttir, ódýr og dýr merki.
Til dæmis eru þeir við République-torgið
og í FORUM DES HALLES, verslunarmiðstöðinni, metro Les Halles.
http://www.go-sport.com/

Íþrótta-tískubúðin Citadium
50-56 rue Caumartin
75009 París (á bak við Printemps stórmagasínið)
Metró: Saint Lazare, Havre Caumartin eða Opera.
Öll merkin á einum stað, mjög trendí, hávær.
http://www.citadium.com/

KAFFI OG TE (café, thé):
Kaffi- og tebúðir finnast um alla borg, nóg er að renna á lyktina og eiginlega er óþarfi að nefna einhverja sérstaka búð frekar en aðra. Mér fannst þó við hæfi að gefa upp eftirlætis kaffi- og tebúðirnar mínar í París. Vert er að taka fram að te er dýr vara og segja upplýstir að ekkert sé eðlilegt við að kaffi og te séu ódýr, svo flókin og vandmeðfarin sé framleiðslan á góðu hráefni í bruggið, og vitanlega viljum við að allir fá greitt fyrir vinnu sína. Gott er að muna að flest telauf þola að vera notuð þrisvar sinnum.

Verlet
256, rue St. Honoré
75001 Paris
s. 01 42 60 67 39
fax 01 42 60 05 55
metró: Palais Royal (1, 7)
http://www.cafesverlet.com
Opið má-lau kl. 9:30-18:30. Rétt hjá Louvre-safninu, kaffi- og testofa á staðnum, hádegisverður.
Parísardaman mælir með rauðrunnalaufum Rooibois (ekki te, má jafnvel gefa börnum) og Sidamo Moka kaffi.

Mariage Frères
http://www.mariagefreres.com/
Ein af te-„stofnunum“ Parísar, opið 7 daga vikunnar kl 10:30-19:30, hádegisverður kl. 12-15, testofur með dýrindis sætabrauði opnar kl. 15-19. Þrjú útibú:

Bourg-Tibourg
30 og 35 rue du Bourg-Tibourg
75004 Paris
s. 01 42 72 28 11
metró: Hôtel de Ville (1, 11)

Rive Gauche
13, rue des Grands-Augustins
75006 Paris
s. 01 40 51 82 50
metró: Saint Michel (4)

Étoile
260, rue du Faubourg Saint Honoré
75008 París
s. 01 46 22 18 54
metró: Charles de Gaulle-Étoile (1, 2, 6)

MYNDAVÉLAR – FILMUR – KVIKMYNDATÖKUVÉLAR
bendi á FNAC (sjá kafla um Tónlist) fyrir nýjar vélar, en hér koma nokkrar búðir með notaðar myndavélar.
Boulevard Beaumarchais er sannkölluð paradís fyrir myndavélaáhugamenn:

La maison du Leica
52, bd Beaumarchais
75011 Paris
metró: Bastille (1, 5, 8)
http://www.lamaisonduleica.com/

L’instantané
40, bd Beaumarchais
75011 Paris
metró: Bastille (1, 5, 8)

Odéon Occassions Photo
73, bd Beaumarchais
75003 Paris
metró: Bastille (1, 5, 8)

Photo Beaumarchais
54, bd Beaumarchais
75011 Paris
metró: Bastille (1, 5, 8)

Photo Rent
6, bd Beaumarchais
75011 Paris
metró: Bastille (1, 5, 8)

Europhoto
89, bd Beaumarchais
75003 Paris
metró: Bastille (1, 5, 8)

PRJÓNAR – sjá föndur

SAUMAR – sjá föndur

SMÍÐAR – sjá föndur

TÓNLIST
Fyrir fólk sem hefur áhuga á tónlist frá „öðrum löndum“ eða „world music“ eins og sagt er í bransanum, er risaverslunin FNAC (http://www.fnac.com) náttúrulega toppurinn. Reyndar er Fnac draumaheimur allra tónlistaráhugamanna, þarna finnið þið stórar sérdeildir með hverju sem er: klassík, jass, rafrænt, sýrt, hoppandi, og rúllandi.
Fnac er á mörgum stöðum í París, en með mismunandi sérhæfingu. Stærsta verslunin er í niðurgröfnu verslunarmiðstöðinni LES HALLES:

Fnac – Forum des Halles
niveau -3 og -2, Porte Lescot.
Metró: Les Halles (4)
Þarna fæst sem sagt tónlist en einnig tölvur, sjónvörp, myndavélar og önnur raftæki og fylgihlutir. Mjög góð þjónusta, yfirleitt eru sölumennirnir fólk með áhuga á því sem það selur en engin ábyrgð tekin á færni starfsfólks í ensku.

Önnur útibú Fnac:

Fnac Musique
4, place de la Bastille (við hornið á rue Charenton)
75012 Paris
Tónlist, DVD, mp3, tölvuleikir
Opið má-lau kl. 10-20

Fnac Champs Elysées
Galerie du Claridge74, avenue des Champs-Elysées75008 Paris
Metró: Franklin Rosevelt (1,9)
Opið má-lau kl. 10-24, su kl. 12-24

Fnac Italie 2 (verslunarmiðstöð í 13. hverfi)
30, avenue d’Italie
75013 Paris
Metró: Place d’Italie (5, 6, 7)
Opið má-lau kl. 10-20.

Fnac Montparnasse
136, rue de Rennes
75006 Paris
Metró: Montparnasse Bienvenue (4, 6, 12, 13)
Opið má-lau kl. 10-19:30

Fnac Saint Lazare
109, rue Saint-Lazare
75009 Paris
metró: Saint Lazare (3, 12, 13)
Opið má, þri, mið, lau kl. 10-19:30, fi, fö kl. 10-20:30

Fnac Ternes
26-30, avenue des Ternes
75017 Paris
metró: Ternes (2)
Opið má-lau kl. 10-19:30

Fnac er einnig með tölvubúð á Saint Germain, en hana er að finna í kaflanum um Tölvur.

Fyrir tónlistarmenn sem leita að nótnabúðum og hljóðfæraverslunum er af nógu að taka líka:

Paul Beuscher
15-27, bd. Beaumarchais
75004 Paris
metró: Bastille (1, 5, 8)
s. 01 44 54 36 00
http://www.paul-beuscher.com
Þetta er stærsta búðin, sem er í raun margar smærri búðir við breiðgötu sem liggur frá Bastillutorginu.

Aðrir staðir Paul Beuscher í París:

Nótnabúð – La Librairie Musicale de Paris
68bis rue Réaumur
75003 Paris
metró: Réaumur Sébastopol

Paul Beuscher á vinstri bakkanum
66, avenue de la Motte Piquet
75015 Paris
s. 01 47 34 84 70
metró: Motte Piquet

Rue de Rome er mikil hljóðfæragata. Tónlistaráhugamaðurinn Frank Cassata mælir með því að ganga upp hana öðrum megin og niður hinum megin því annars endar maður ansi langt frá metróstöð. Þar eru yndislegar búðir í röðum, að sögn hefði hann getað eytt mörgum dögum þar. Til dæmis:

Selmer og Armeus
57, rue de Rome
75008 París
http://www.aremus.com/
metró: Gare St. Lazare (3, 12, 13)

Aðrar götur sem koma oft upp á gulu síðunum eru:

Rue Fontaine í 9. hverfi og Rue Douai í sama hverfi. Þessar götur eru ekki langt frá Rue de Rome svo hugsanlega er hægt að kíkja á þær í sömu ferð.

Gömul uppgerð hljóðfæri:
R.F. Charle
17, galerie Vero-Dodat
75001 París
http://www.rfcharle.com/
Þessi er með góðan lista en verðin eru há. Athugið að gatan er ein af þessum yfirbyggðu „leynigötum“ í París, sem er reyndar þess virði að skoða. Ekki beinlínis gata en ekki heldur verslunarmiðstöð. Ég er að lesa mér til um sögu þessara staða, sem kallast galerie á frönsku og set eflaust umfjöllun um það hingað inn síðar.

Annar sem gerir við og selur gömul hljóðfæri, líka dýrt en gaman að skoða, hann er rétt hjá Beuscher (við Place des Vosges):
Bissonnet André
6 r Pas de la Mule
75003 Paris
metró: Bastille (1, 5, 8)

TÖLVUR
Talað er um „tölvuþríhyrninginn“ í 12. hverfi við Gare de Lyon járnbrautarstöðina og út að stöðinni Montgallet. Þar eru margar litlar tölvunördabúðir og fjarskiptabúðir í litlu götunum.

Fnac Digital
77-81, boulevard Saint Germain
75006 Paris
Opið má-lau kl. 10-20
Svo til eingöngu tölvur, en eitthvað af DVD líka. Fnac er kannski dýrari búð en eru með mjög góða aðstoð við tæknileg vandamál o.fl. eftir sölu.

 

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: