//
you're reading...
Uncategorized

Langtímaleiga

Þetta eru upplýsingar sem ég hef tínt saman, með aðstoð Íslendinga sem hafa gengið í gegnum íbúðaleit nýlegar en ég sjálf. Vonandi hjálpar þetta sem flestum og velkomið er að hafa samband við mig með fleiri ábendingar eða leiðréttingar.

Ég er með póstlista sem sendir auglýsingar ókeypis á franska Íslandsvini og íslenska Frakklandsvini. Velkomið að senda mér auglýsingu og biðja um að vera á póstlistanum.

Fyrir íbúðaleit er langbest að vera á staðnum, finna annað hvort skammtímaleigu eða reyna að fá gistingu eða taka ódýrt hótel/gistiheimili meðan á leit stendur. Mikilvægt er að varast svikahrappa, best að senda dálítið marga meila með alls konar spurningum og ef ykkur finnst dularfullt hvað ýtt er á fyrirframgreiðslu eða eitthvað virðist óljóst á að bakka út strax. Oft er hægt að gúggla e-mailum og sjá hvort varað er við þeim á spjallþráðum sem vakta þessa hrappa.

Í viðbót við það sem er á vefsíðunni minni undir gisting í París (sumir vefir bjóða einnig langtímaleigu, til dæmis www.pap.fr og parisattitude) er þetta aðal-leiguvefurinn: www.seloger.com

Síður fyrir samleigjendur: 

http://www.recherche-colocation.com/

appartager.fr

colocation.fr

Ein íslensk mælti með www.homestay-in-paris.com Fyrir þá sem leita að herbergi. Senda inn umsókn og þau finna fjölskyldu. Virkaði mjög vel fyrir fjögurra mánaða dvöl í borginni. 

Þessa facebooksíðu sá ég að ungir Íslendingar mæltu með roomates-síðunni hér: https://www.facebook.com/groups/157521517658301/

Og þessi síða er víst líka nokkuð góð, sérstaklega ef maður borgar fyrir eins mánaðar aðgang. Hins vegar er nauðsynlegt að vera á staðnum, því maður þarf að mæta í viðtal: http://www.appartager.com

Þetta eru íbúðir ætlaðar ungu fólki 18-25 ára, annað hvort í vinnu, starfsnámi eða námi: http://www.cljt.com/-Les-Foyers-

Íslensk stúlka bjó í þessum „foyer“- íbúð fyrir ungt fólk og lét vel af því: http://www.foyer-tolbiac.com/

Það er mjög sniðugt að fara í útlensku kirkjurnar, þar eru auglýsingatöflur og mjög auðvelt fyrir Íslendinga að fá góðar mótttökur:

Sænska: Église suèdoise, 9, rue Médéric, 75017 Paris. Metró: Courcelles.

Danska: Église danoise, 17, rue Lord Byron, 75008 Paris. Metró: Étoile.

Ameríska: 65, quai Orsay, 75007 Paris. Metró: Alma-Marceau eða RER Invalides eða Orsay (dálítið langt frá öllum stöðvum!).

Skráðu þig í hóp Íslendinga í París á facebook: http://www.facebook.com/groups/29659796869/?fref=ts

Og hér er síða Sendiráðsins: https://www.facebook.com/ambassadedislande?ref_type=bookmark

ORÐALISTI:

Appartement (apt): íbúð

pièce (p): herbergi, talið eins og á Íslandi: 2 pièces (2 p) er stofa plús eitt svefnherbergi

Studette: Voða, voða, voða lítið stúdíó (oft notað um vinnukonuherbergi sem eru 5 til 10 m2

Meublé: með húsgögnum

Non Meublé: ekki með húsgögnum

Chauffage collectif: kyndingakostnaður deilist með allri blokkinni

Chauffage individuel: kyndingakostnaður sér fyrir hverja íbúð

Chauffage au sol: Gólfhiti

Chauffage au gaz: gaskynding

Chauffage éléctrique: rafmagnskynding

Cuisine: eldhús

Cuisine équipée: fullbúið eldhús (það er sjaldan nokkuð annað en vaskur ofan á einum skáp í eldhúsum ef ekki er leigt m/húsgögnum)

Cuisine amènagée: eldhúsinnrétting, og stundum þá tækin líka

Cuisine américaine: eldhúskrókur í stofu/opið eldhús

Frigo/réfrigidateur: ísskápur

Four: Ofn

Plaques: hellur

Gaz: gas

Salle de bain (sdb): baðherbergi (með baðkari)

Salle d’eau (sde): baðherbergi (með sturtu)

Baignoire: baðkar

Douche: Sturta

WC séparés: klósettið sér – ekki inni á baðherbergi (þykir betra í Frakklandi)

Porte blindée: stálhurð, þjófheld

Double vitrage: tvöfalt gler í gluggum

Balcon: svalir

Terrasse: verönd

Loggia: Lokaðar svalir (glerbúr)

Buanderie: þvottahús (samt ekkert endilega þvottavél þar, oft bara svona frekar rúmgóður skápur frekar, þar sem hægt er að vera með þvottagrind).

co-location: samleiga

co-locataire: samleigjandi

Partager: deila (Appartement à partager: íbúð með öðrum)

Charges: gjöld sem leggjast ofan á leiguverð

Charges comprises (cc): gjöld innifalin

Hors charges (hc): án gjalda

About parisardaman

femínisti, friðarsinni, umhverfisverndarsinni, glöð í sinni

Umræða

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: