//
you're reading...
Uncategorized

VARÚÐ SVIKAHRAPPAR

MIÐASÖLUSVIKARAR Á LESTARSTÖÐVUM

Þegar túristar koma í fyrsta skipti á lestarstöð í París, þarf að kaupa miða í lestirnar. Nú hafa vélar yfirtekið nánast alla afgreiðslu og margir hafa farið flatt á því að leyfa „starfsmanni“ að aðstoða sig við að kaupa miða. Hann er oftast frekar góðlegur, vel greiddur og með einhvers konar nafnspjald fest í jakkann sinn. Þau tvö sem hafa sagt mér frá, tala um augnablikið þegar þau fundu á sér að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera, en þau gátu samt ekki trúað því upp á þennan ofur góðlega og viðkunnalega mann að hann væri svikahrappur.

Svona gengur þetta fyrir sig: Hann sannfærir þig um að erlenda greiðslukortið virki ekki í vélunum (það er rangt!) og býðst til að nota sitt kort. Hann kaupir svo þennan túristapassa fyrir 3 eða 5 daga og þú sérð ekki betur en að hann hafi einmitt gert það. Svo farið þið í hraðbanka fyrir utan, þú tekur út pening og greiðir honum þessar hundrað, hundrað og þrjátíu evrur sem slíkir passar kosta samtals fyrir tvo. EN, hann lætur þig fá BARNAMIÐA EINA LEIÐ í staðinn. Þú borgar sem sagt rúmar hundrað evrur fyrir miða sem kostar rétt um eina evru.
EKKI LEYFA NEINUM AÐ SKIPTA SÉR AF ÞVÍ ÞEGAR ÞÚ KAUPIR MIÐANN. Vertu búin(n) að skoða fyrirfram hvað þú ætlar að kaupa. Veldu ensku á vélinni, ef þú ert ekki frönskumælandi. Farðu svo nákvæmlega eftir leiðbeiningum. Þegar kemur að því að borga með korti, færast leiðbeiningarnar niður á KORTAVÉLINA, það er þar sem birtist skipun um að slá inn pin-númer, EKKI Á STÓRA SKJÁNUM. Þar slærðu svo inn pin-númer og bíður og færð greiðsluna samþykkta og bíður eftir því að miðarnir prentist út. Ef einhver fer að skipta sér af, afþakkarðu mjög kurteislega. Ef manneskjan verður ágeng, þarftu annað hvort að vera mjög ákveðin(n) og skipa manneskjunni að hypja sig. Ef þú treystir þér ekki í það, skaltu bara hypja þig sjálf(ur).
París er troðfull af svikurum, en það er bara „eðlilegur“ (já, því miður) fylgifiskur allra vinsælla ferðamannastaða. Verið varkár, fylgið innsæinu og bakkið út úr aðstæðum í staðinn fyrir að láta glepja ykkur alla leið þvert á innsæið. Þessir hrappar eru snillingar í að hafa ykkur að leiksoppi, þið þurfið að reyna að vera sterkari en þeir. Umfram allt, varist að láta aðstæðurnar hlaupa upp í læti og slagsmál. Reyndar gerist það varla, því lestarstöðvar eru flestar myndaðar í bak og fyrir og hrapparnir vilja síst af öllu fá lögregluna á staðinn, þeir hypja sig því oftast ef þið eruð ákveðin og staðföst. Gangi ykkur vel!

Varist einnig „heyrnalaust“ fólk sem er að biðja ykkur um undirskriftir úti á götu, það er langoftast eingöngu til að eiga greiðara aðgengi að vösum ykkar eða tilraun til að selja/misnota netföng ykkar.
Svo eru alls konar leikrit og senur settar upp til að gabba fólk, „gullhringur“ sem finnst á götunni og fólk látið borga fyrir að hirða og fleira gert til að trufla fólk meðan vitorðsmenn leita í vösum þeirra.
Að sjálfsögðu má gefa betlurum pening, langi ykkur til þess, en passið ykkur bara á vasaþjófum og svikahröppum.

About parisardaman

femínisti, friðarsinni, umhverfisverndarsinni, glöð í sinni

Umræða

Engar athugasemdir ennþá.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: