//
Heim

VELKOMIN Á SÍÐU PARÍSARDÖMUNNAR, KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR

Þessi síða er gjöf mín til fólks sem vill fræðast um París eða undirbúa ferð þangað. Einnig eru hér lýsingar á sögugöngum mínum um París og dagsferðum út úr borginni. Undir dagskrá má sjá pantaðar ferðir sem hægt er að skrá sig í, en hikið ekki við að biðja um daga sem ykkur henta, þótt þeir séu ekki á dagskrá. París er skemmtileg alla daga og Parísardaman er tiltæk í ferðir næstum hvenær sem er.
Gönguferðirnar taka um 2 1/2 til 3 klst en dagsferðirnar eru heill dagur. 

Hafið samband við parisardaman@gmail.com til að panta ferð eða til að skrá ykkur í auglýsta ferð.

VERÐ Á SÖGUGÖNGUM UM PARÍS:
Ferð kostar 40 evrur á mann.
Verð fyrir 16-20 ára: 10 evrur, ókeypis fyrir börn yngri en 16 ára.
Sértilboð fyrir hópa.

___

Úr þremur af óteljandi þakkarbréfum sem Parísardaman hefur fengið:

„Þetta var frábær ferð til Parísar og ekki síst fyrir þitt tilstilli. Þú ert frábær fararstjóri og lipur og þægileg í umgengni. Það spillir heldur ekki að það er stutt í brosið þitt. Við munum alveg örugglega koma aftur til Parísar í minni eða stærri hópum.“

„Elsku Kristín – okkur langaði bara til að þakka þér fyrir aðstoðina. Þetta var allt algjörlega frábært sem þú gerðir og ekkert smá mikill munur að hafa innanbúðar manneskju til að græja fyrir sig – ómetanlegt.“

„Ég hef komið svo oft til Parísar að mér þótti alger óþarfi að panta leiðsögn. En ferðin með þér opnaði fyrir mér algerlega nýja sýn á borgina og ég lærði heilmikið af hlutum sem ég hafði ekki hugmynd um. Lifandi og skemmtileg ferð. Takk kærlega fyrir mig!“

„Sæl Kristín, mig langar til að þakka þér fyrir frábæra leiðsögn og skemmtilega göngu um Mýrina síðastliðinn föstudag. Hópurinn er alsæll með gönguna, sem var þægileg, fróðleg og skemmtileg og hvað er hægt að biðja um meira!
 
Ég mæli með þér við alla sem ég ræði við um þessa ferð og mun nokkuð örugglega nýta mér vefinn þinn og fleiri göngur næst þegar við komum til Parísar.“

Áríðandi: Ýmsar leiðir eru farnar til að svíkja fé út úr grandalausu fólki. Lesið nánar um það hér.


Hér til hægri eru bloggfærslur mínar um París, hugleiðingar, uppskriftir eða hvað sem mér mun detta í hug að skrifa um.

Á smáauglýsingasíðunni eru auglýsingar um íbúðaskiptaóskir eða íbúðir til leigu í París og ýmislegt fleira. Auglýsingarnar eru ókeypis. Til að koma að auglýsingu hafið samband : parisardaman@gmail.com
Ekki hika við að ítreka póstinn ef ég svara ekki fljótt og ef auglýsingar birtast ekki, ég fæ stundum mikið af pósti en legg mig fram um að svara öllum eftir bestu getu.

Parísardaman er á facebook, Instagram og á LinkedIn.

Parísardaman er frjáls og óháð, allir listar eru unnir upp úr upplýsingum ferðalanga eða eigin reynslu og á daman engra hagsmuna að gæta varðandi staðina sem hún mælir með.

Lokað er á athugasemdir.